| Sf. Gutt

Svona er staðan!


Síðasta umferð ensku Úrvalsdeildarinnar fer fram klukkan tvö í dag að íslenskum tíma. Liverpool þarf eitt stig til að tryggja sér sæti í hópi fjögurra efstu liða. Liverpool mætir Brighton and Hove Albion. Verði jafntefli eða þá að Brighton vinni sigur getur Chelsea komist upp fyrir Liverpool með því að vinna útisigur í Newcastle. Ef Liverpool vinnur getur liðið náð þriðja sæti en til þess að það gerist þarf Tottenham að verða á í sínum leik á móti Leicester City á Wembley. 


Liverpool liðið sem mætir Brighton á eftir hefur verið valið. Tvær breytingar hafa vrið gerðar frá leiknum við Chelsea fyrir viku. Jordan Henderson og Dominic Solanke koma inn í byrjunarliðið. Nathaniel Clyne fer á bekkinn og James Milner fær frí. Talað var um að Sadio Mané væri meiddur en hann er í byrjunarliðinu. 

Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino og Solanke. Varamenn eru Mignolet, Clyne, Klavan, Moreno, Lallana, Ings, Woodburn.


Það er sól og blíða í Liverpool og Anfield Road skartar sínu fegursta. Leikmenn munu klæðast nýju búningunum sem verða notaðir á næsta keppnistímabili. Nú er að klára verkefnið. Markmiðið við upphaf leiktíðar var að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu sparktíð. Það má ekki bregðast!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan