| Sf. Gutt

Steven tekur trúlega við Rangers


Fréttir í kvöld kveða á um að Steven Gerrard hafi gert heiðurmannasamkomulag við forráðamenn Glasgow Rangers um að taka við sem framkvæmdastjóri liðsins. Hugsanlega mun hann verða kynntur sem nýr framkvæmdstjóri Rangers á morgun. Steven var í Róm í gærkvöldi að vinna sem sparkspekingur og fagnaði eftir leikinn því að Liverpool hefði náð að komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Fréttir herma að hann hafi eftir leik farið með flugi til Glasgow til að hitta forráðamenn Rangers. 

 

Steven Gerrard stýrði undir 18 ára liði Liverpool á þessu keppnistímabili og náði góðum árangri. Það er á hinn bóginn annað mál að taka við því risaverkefni að koma Rangers aftur til metorða í Skotlandi. Hvernig sem fer þá mun Steven læra margt á því að takast á við þetta verkefni og víst er að hann er býsna hugaður!

Það verður eftirsjá af Steven sem þjálfara hjá Liverpol. En hver veit nema hann eigi eftir að snúa aftur heim til Liverpool og þá með stórt hlutverk!



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan