| Sf. Gutt

Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn!


Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn laugardaginn 26. maí. Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Þetta verður í áttunda sinn sem Liverpool leikur til úrslita um Evrópubikarinn. Eins og allir vita hefur Liverpool unnið bikarinn góða fimm sinnum. Real hefur unnið bikarinn 12 sinnum og nú síðast tvö ár í röð.

Liverpool tapaði 4:2 fyrir Roma á Olympíuleikvanginum í Rómarborg í kvöld en fór áfram samanlagt 7:6 eftir 5:2 sigur á Anfield Road í síðustu viku. Real Madrid komst í úrslitaleikinn eftir 2:2 jafntefli við Bayern München í Madríd í gærkvöldi. Spænska liðið vann fyrri leikinn 1:2 í Þýskalandi fyrir viku.





Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik um Evrópubikarinn í annað sinn. Þau leiddu saman hesta sína í París í maí 1981. Liverpool vann þá 1:0 sigur og skoraði Alan Kennedy markið dýrmæta. Mynd af markinu er á mynd hér að ofan. Nú í annað sinn leiða þessi stórlið saman hesta sína. Vettvangurinn verður Olympíuleikvangurinn í Kiev. Vonandi nær Liverpool að vinna Evrópubikarinn í sjötta sinn. Það er fyrir löngu kominn tími á titil hjá Liverpool Football Club!!







TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan