| Sf. Gutt

Bestur á jarðarkringlunni!


Steven Gerrard segir að á þessum tímapunkti sé Mohamed Salah besti knattspyrnumaður á jarðarkringlunni. Hann er auðvitað ekki besti knattspyrnumaður í heimi en um þessar mundir er varla nokkur í heimi að spila betur. Að minnsta kosti ekki ef bara framherjar eru taldir. 


Steven lét þessi orð falla eftir stórfenglegan leik Mohamed Salah á móti Roma á þriðjudagskvöldið. ,,Það er ekki nokkur vafi á því að á þessum tímapunkti þá er hann besti knattspyrnumaður á jarðkringlunni!" Steven sagði líka að Mohamed ætti langt í land með að spila svona vel jafn lengi og þeir Lionel Messi og Cristano Ronaldo en þeir hafa verið bestu leikmenn í heimi síðustu árin.


Að sjálfsögðu er rétt hjá Steven að Mohamed á langt í land með að spila jafn vel og halda sér svona lengi á toppnum og þeir Lionel og Cristiano hafa gert. En hvernig sem á það er litið þá er Mohamed allt að því óstöðvandi um þessar mundir. Það dugar okkur stuðningsmönnum Liverpool! 


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan