| Sf. Gutt

Mohamed Salah kjörinn Leikmaður ársins!


Mohamed Salah var í kvöld kjörinn Leikmaður ársins í kjöri samtaka atvinnuknattspyrnumanna fyrir leiktíðina 2017/18. Kevin de Bruyne - Manchester City, Harry Kane - Tottenham Hotspur, Leroy Sane - Manchester City, David Silva - Manchester City og David de Gea - Manchester United komu næstir Mohamed í kjörinu en í því eiga atvinnuknattspyrnumenn í ensku deildunum kosningarétt. Leroy Sane var kosinn Ungi leikmaður ársins. Mohamed var líka valinn í Lið ársins.

Mohamed Salah er sjöundi leikmaður Liverpool til að fá þessa viðurkenningu. Hinir eru þeir Terry McDermott (1980), Kenny Dalglish (1983), Ian Rush (1984), John Barnes (1988), Steven Gerrard (2006) og Luis Suarez (2014).
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan