| Sf. Gutt

Af 40 mörkum!


Þegar Mohamed Salah skallaði boltann yfir markmann Bournemouth á laugardaginn varð hann þriðji leikmaður Liverpool til að skora 40 mörk fyrir félagið á einni leiktíð. Hinir sem hafa afrekað þetta eru þeir Roger Hunt og Ian Rush. Ian hefur afrekað þetta tvívegis. 


Roger Hunt skoraði 42 mörk keppnistímabilið 1961/62. Liverpool lék þá í annarri deild og vann hana með yfirburðum. Roger skoraði 41 mark í deildinni sem er félagsmet á einni leiktíð hjá Liverpool.

  

Ian Rush varð næstur til að komast í 40 mörk en það gerði hann á leiktíðinni 1983/84. Ian skoraði þá 47 mörk sem er félagsmet á einn leiktíð hjá Liverpool. Á leiktíðinni 1986/87 komst Ian í slétt 40 mörk. 

 

Um leið og Mohamed Salah skoraði á móti Bournemouth setti hann met í Úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá í 22. deildarleik sínum. Áður hefur einn leikmaður ekki skorað í jafn mörgum mismunandi leikjum á sömu sparktíðinni í Úrvalsdeildinni sem er 38 leikja deild. Þeir Cristiano Ronaldo, 2007/08, og Robin Van Persie, 2012/13, áttu gamla metið 21 leik. Cristiano og Robin léku með Manchester United þegar þeir náðu sínum árangri. Þetta er úrvalsdeildarmet hjá Mohamed en hugsanlegt er að annað met gildi í efstu deild ef árangur er skoðaður frá upphafi vega. 



  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan