| Grétar Magnússon

Liverpool mætir Roma

Nú rétt í þessu var dregið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu og mæta okkar menn AS Roma frá Ítalíu.Fyrri leikurinn fer fram á Anfield annaðhvort þriðjudagskvöldið 24. apríl eða miðvikudagskvöldið 25. apríl.  Seinni leikurinn er svo viku síðar, annaðhvort þriðjudagskvöldið 1. maí eða miðvikudagskvöldið 2. maí.

Einnig var dregið um hvaða lið verður heimaliðið í úrslitaleiknum og komist okkar menn alla leið verða þeir "útiliðið" í viðureigninni.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bayern Munchen og Real Madrid og eiga Þjóðverjarnir fyrri leikinn á heimavelli.

Úrslitaleikurinn fer svo fram í Kænugarði í Úkraínu þann 26. maí.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan