| Grétar Magnússon

Liðin í undanúrslitum

Nú er ljóst hvaða fjögur lið verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu föstudaginn 13. apríl.


Seinni leikir 8-liða úrslitanna fóru fram miðvikudagskvöldið 11. apríl og þar komust Bayern Munchen og Real Madrid áfram.  Bayern sigruðu Sevilla samanlagt 2-1 eftir að hafa gert markalaust jafntefli í Þýskalandi í seinni leik liðanna.  Real Madrid lenti í kröppum dansi gegn Juventus.  Eftir að hafa sigrað fyrri leikinn á Ítalíu 0-3 bjuggust flestir við auðveldu verkefni Spánverjana en Juventus gáfust ekki upp og jöfnuðu einvígið með því að komast í 0-3.  Í uppbótartíma var svo vítaspyrna dæmd á Juventus og Cristiano Ronaldo skoraði örugglega og tryggði sína menn áfram.

Ítalska liðið Roma tryggði sér svo sæti í undanúrslitum sama kvöld og okkar menn sigruðu Manchester City samanlagt 5-1.  Slógu þeir út Barcelona með 3-0 sigri eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-1 á Spáni.

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss föstudaginn 13. apríl og hefst athöfnin klukkan 11:00 að íslenskum tíma.  Undanúrslitaleikirnir fara svo fram dagana 24. og 25. apríl og 1. og 2. maí næstkomandi.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan