| Sf. Gutt

Liverpool Football Club fær ákæru!

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákært Liverpool Football Club vegna óláta hluta stuðningsmanna fyrir leik Liverpool og Manchester City í gærkvöldi. Þegar rúta Manchester City ók að Anfield var dósum og flóskum kastað í rútuna. Tveir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum og skemmdir urðu á rútunni.

Liverpool Football Club sendi strax frá sér opinbera afsökunarbeiðni og allt kapp verður lagt á að finna þá sem þarna fóru yfir strikið. Félagið mun vinna að því í samvinnu við lögregluna. Knattspyrnusamband Evrópu mun úrskurða í málinu í lok maí.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan