| Sf. Gutt

Verum hugrakkir!


Jürgen Klopp hvetur leikmenn sína til að vera hugrakka þegar þeir ganga á hólm við Manchester City í Englandrimmunni í Meistaradeildinni á eftir. 

,,VIð þurfum að vera hugrakkir. Við þurfum að vera tilbúnir að gera mistök og lagfæra þau síðar með skipulagi, með því að annar leikimaður skerist í leikinn eeð annarri tæklingu. Þetta verður virkilga spennandi. Þegar lið mætast í svona keppni refsa allir manni fyrir þau mistök sem maður gerir. Við gerum það reyndar líka. Svo Þetta snýst um að gera mistök en leysa úr þeim og vera lifandi í þessu. Verum fullir sjálfstrausts því það er ekki tilviljun að við séum komnir svona langt. Við erum komnir þetta langt og erum búnir að spila frábærlega í Meistaradeildinni hingað til. Við skulum því njóta þess sem í hönd fer."


,,Við eigum möguleika af því þetta er knattspyrna og við eigum fullt af hæfileikaríkum strákum í liðshópnum. Það er alveg nóg til þess að við getum farið fullir sjálfstrausts til leiks. Það er ekkert fast í hendi en við höfum nóg af sjálfstrausti í farteskinu. Vonandi gerum við staðið okkur. Það skiptir máli. Ekkert er öruggt en ég held að við eigum góða möguleika á að standa okkur vel. Ef við gerum það þá verður þetta mjög áhugaverður leikur."

Áfram með smjörið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan