| Sf. Gutt

Leggjum allt í sölurnar!Það er Englandsorrusta framundan í Meistaradeildinni. Liverpool og Manchester City mætast í átta liða úrslitum keppninnar! Jürgen Klopp segir að allt verði lagt í sölurnar af hálfu Liverpool til að komast áfram!

,,Fyrir dráttinn hafa þeir örugglega ekki talið að það væri best að fá Liverpool. Það segir sitt um hversu sterkir við getum verið. Við eigum eftir að spila nokkra leiki áður en að leikjunum kemur en við hlökkum virkilega til og munum leggja allt í sölurnar. Ég veit að stuðningsmenn okkar styðja okkar af öllum mætti í útileikjum. Það stefnir í tvo mjög góða leiki. Leikirnir munu reyna mjög mikið á bæði liðin en þannig ætti það líka að vera."

Liverpool vann deildarleikinn á Anfield Road en Manchester City sigraði þegar liðin leiddu saman hesta sína í Manchester. Hvað gerist í Evrópurimmunni? 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan