| Grétar Magnússon

Liverpool mætir Manchester City !

Nú er ljóst hvaða lið Liverpool mætir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verkefnið gæti varla verið erfiðara en meistaraefnin í Manchester City eru mótherjarnir.


Til að bæta gráu ofaná svart fer fyrri leikurinn fram á Anfield en vissulega hefði verið betra að fá seinni leikinn á heimavelli.

En þetta er semsagt niðurstaðan og ljóst að fyrir höndum er gríðarlega spennandi viðureign við ógnarsterkt lið.

Fyrri leikurinn fer fram annaðhvort þriðjudaginn 3. eða miðvikudaginn 4. apríl og seinni leikurinn á Etihad leikvanginum þá annaðhvort 10. eða 11. apríl.

Aðrir leikir í 8-liða úrslitum eru:

Barcelona - Roma

Sevilla - Bayern Munchen

Juventus - Real Madrid

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan