| Sf. Gutt

Goðsagnir Liverpool fá heimsókn


Goðsagnir Liverpool fá góða gesti í heimsókn á Anfield Road laugardaginn 24. mars. Þá kemur Bayern Munchen til leiks við Liverpool. Leikurinn er ágóðaleikur og fer 90% af ágóðanum til LFC Foundation sem er góðgerðarfélag á vegum Liverpool Football Club. Hin tíu prósentin renna til góðgerðarfélags Bayern. 


Margir af helstu köppum liðanna frá síðustu tveimur áratugum eða mæta á svæðið. Ian Rush, verður spilandi framkvæmdastjóri Liverpool. Af öðrum leikmönnum má nefna Steven Gerrard, Jamie Carragher, Luis Garcia, Dirk Kuyt, Gary McAllister, Patrik Berger, Jerzy Dudek, Jason McAteer, Vladimir Smicer, John Aldridge, John Arne Riise, David James og Robbie Fowler sem verður fyrirliði. Í liði Bayern verða leikmenn á borð við Giovane Elber, Bixente Lizarazu, Owen Hargreaves, Luca Toni og Martin Demichelis. Spánverjinn Xabi Alonso mun leika með báðum liðunum en hann lauk ferli sínum með Bayern Munchen síðasta vor.



Liverpool og Real Madrid mættust í samkonar leik í fyrra. Liverpool vann þá 4:3 sigur á Anfield í stórskemmtilegum leik. Þá var uppselt á Anfield og allir miðar eru að seljast líka núna.  

Hér má 
horfa á kynningarmyndband um leikinn og fá frekari upplýsingar. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan