| Grétar Magnússon

Liverpool mætir West Bromwich Albion

Í kvöld var dregið í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og mæta okkar menn W.B.A. á heimavelli.


Eftir frábæran 2-1 sigur á Everton síðastliðið föstudagskvöld er ljóst að mótherjinn verður annað Úrvalsdeildarlið.  Liverpool mætti einmitt þessum tveim liðum í desember á Anfield og báðir leikirnir enduðu með jafntefli.

Leikið verður annaðhvort laugardaginn 27. eða sunnudaginn 28. janúar og við birtum frétt um leið og búið er að ákveða hvenær leikurinn fer fram.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan