| Grétar Magnússon

Salah leikmaður desembermánaðar

Annan mánuðinn í röð er Mohamed Salah leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Salah fékk helming atkvæða í kjörinu og tryggði sér þar með titilinn annan mánuðinn í röð.  Hann skoraði sex mörk og lagði upp önnur fjögur í átta leikjum sem hann spilaði.  Liverpool unnu fimm leiki og gerðu þrjú jafntefli í desembermánuði.

Hann heldur því áfram að sanka að sér verðlaunum á tímabilinu og er það vel !

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan