| Sf. Gutt

Liverpool mætir Everton í FA bikarnum!


Það verður sannkallaður risaleikur í 3. umferð FA bikarsins í byrjun nýs árs. Liverpool fær Everton í heimsókn á Anfield Road! Liðin ganga á hólm fyrstu helgina á nýju ári. Svo vill til að liðin mætast á sama stað um næstu helgi og kannski má segja að sá leikur verði upphitun fyrir bikarleikinn!


Liverpool og Everton mættust síðast í FA bikarnum í undanúrslitum keppninnar leiktíðina 2011/12. Liverpool vann þá 2:1 á Wembley með mörkum Luis Suarez og Andy Carroll og komst í úrstlitaleikinn sem tapaðist 2:1 fyrir Chelsea. 

Liverpool hefur farið áfram tíu sinnum í FA bikarnum á kostnað Everton sem hefur sjö sinnum komist áfram. Liðin hafa tvívegis leitt saman hesta sína í úrslitaleik keppninnar. Fyrst 1985/86 og svo 1988/89. Liverpool báða leikina. Fyrst 3:1 og svo 3:2. 

Leiða má líkum að því að Liverpool hafi haft hug á því að komast langt í FA bikarkeppninni á þessari leiktíð eftir að hafa dottið snemma út úr Deildarbikarnum. Til að svo megi verða þarf að ryðja Everton úr vegi og vonandi tekst það!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan