| Sf. Gutt

Kvikmynd um Kenny Dalglish frumsýnd



Í gærkvöldi var kvikmynd um ævi og feril Kenny Dalglish frumsýnd í FACT kvikmyndahúsinu í Liverpool. Myndin, sem heitir einfaldlega Kenny, hefur verið í vinnslu síðustu mánuði. Í myndinni er saga Kenny sögð frá því æsku til dagsins í dag. 


Kenny Dalglish og fjölskylda hans voru að sjálfsögðu við frumsýninguna. Auk þeirra voru margir fyrrum leikmenn Liverpool sem léku með Kenny og eins aðrir sem hann stjórnaði sem framkvæmdastjóri. Má nefna Roy Evans sem var í þjálfaraliði Liverpool þegar Kenny spilaði með Liverpool og eftir að Kenny varð framkvæmdastjóri, Graeme Souness sem spilaði með Liverpool hjá Liverpool og skoska landsliðinu, Jamie Carragher sem lék undir stjórn Kenny á seinni valdaskeiði hans sem framkvæmdastjóri og Jordan Henderson sem Kenny keypti til Liverpool og er nú fyrirliði liðsins. 

 

Kenny er auðvitað goðsögn hjá Liverpool og víst er að áhugavert verður að berja þessa mynd augum. Trúlega verður mynddiskurinn í jólapakka margra stuðningsmanna Liverpool á komandi jólum :)

Hér má horfa á kynningarstiklu myndarinnar. 

Hér má
skoða frétt og myndir frá frumsýningunni í gærkvöldi af vefsíðu Liverpool Echo.

Hér má fylgjast með því þegar gestir komu til frumsýningarinnar á vefsíðu Liverpool Echo.







TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan