| Sf. Gutt

Hátíð í Musterinu á morgun!


Það verður hátíðarstund á Anfield Road á morgun þegar Aldarstúkan fær nýtt nafn. Hér eftir mun hún heita í höfuðið á Kónginum! 


Fyrr á árinu var tilkynnt að Aldarstúkan, Centenary Stand, myndi fá annað nafn. Hún myndi eftir vígslu heita Kenny Dalglish stúkan. Á morgun er komið að því að stúkan fái opinberlaga nýtt nafn og verður sérstök athöfn af því tilefni. Stúkan er til hægri á myndinni hér að ofan. Hún hefur heitið Aldarstúkan frá því 1992 þegar haldið var upp á aldarafmæli félagsins en stúkan var þá stækkuð og endurbyggð. 



Nafnbreytingin er liður í hátíðahöldum vegna 125 ára afmælis Liverpool Football Club en að auki eru 40 ár liðin frá því Kenny Dalglish kom til Liverpool frá Celtic. Ekki er neinn vafi á að vel fer á því að stúkan fá nafn Kóngsins okkar. Fáir hafa átt glæstari feril hjá Liverpool en Kenny fyrst sem leikmaður og svo tvívegis í starfi framkvæmdastjóra. Kenny situr núna í stjórn Liverpool F.C. og kemur oft fram sem sendiherra félagsins við hin ýmsu tækifæri. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan