| Sf. Gutt

Verðum að draga mikinn lærdóm

Jürgen Klopp segir að draga verði mikinn lærdóm af afhroðinu í Manchester þegar Liverpool tapaði 5:0 fyrir Manchester City. Framkvæmdastjóranum var skiljanlega mikið niðri fyrir eftir leikinn í gær. 

,,Við þurfum a' draga mikinn lærdóm af leiknum. Ég var reiður í hálfleik. Ekki út af stöðunni því strákarnir sáu að þeir gætu unnið með því að leggja sig alla fram. Það skiptir svo sem ekki öllu lengur að við höfum tapað 5:0 þó það hljómi klikkað og ég veit að það gerir það."

Jürgen fannst að sínir menn hefðu getað spilað af mun meiri krafti í fyrri hálfleik.

,,Við spiluðum ekki eins og við vildum í fyrri hálfleik. Við spiluðum aðeins af 60 til 70 prósent getu. Við höfum margt að læra af leiknum í dag en vandamálið er að við getum engu breytt núna í dag. Það eina sem við getum gert er að læra af þessu öllu og gera betur næst!"

Versta tap Jürgen Klopp frá því hann tók við Liverpool og eitt það stærsta á frakvæmdastjóraferli hans verður að vera eitthvað til að draga lærdóm af. Svona úrslit eru ekki boðleg hjá Liverpool Football Club!








TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan