| Grétar Magnússon

Áfrýjun hafnað

Liverpool áfrýjaði þriggja leikja banni sem Sadio Mané fékk eftir rauða spjaldið gegn City um helgina.  Þeirri áfrýjun var hafnað.


Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta rauða spjald en félagið ákvað að áfrýja lengd bannsins þar sem þrír leikir eru kannski helst til mikið.  En eins og áður sagði var áfrýjuninni hafnað pent af enska knattspyrnusambandinu og Mané mun því missa af heimaleik gegn Burnley næstkomandi laugardag sem og tveim leikjum á útivelli gegn Leicester City.  Sá fyrri er í miðri næstu viku í Deildarbikarnum og sá síðari í deildinni.

Fjarvera Mané mun vonandi ekki hafa mikil áhrif á liðið en það hefur þó sýnt sig í gegnum tíðina að þegar hans nýtur ekki við gengur liðinu ekki mjög vel.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan