| Sf. Gutt

Til hamingju með daginn Gérard!


Gérard Houllier, fyrrum framkvæmdatjóri Liverpool, varð sjötugur þann 3. september. Hann fæddist í Thérouanne í Frakklandi 3. september árið 1947. Hann lék aldrei sem atvinnumaður í knattspyrnu en starfaði við kennslu meðal annars í Liverpool. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá Le Touquet 1973 og seinna hjá Nœux-les-Mines, Lens og Paris St Germain. Gérard starfaði svo hjá Franska knattspyrnusambandinu 1988 til 1997. Hann stýrði aðallandsliðinu 1992 til 1993.


Gérard Houllier var ráðinn til að vera framkvæmdastjóri með Roy Evans sumarið 1998. Það fyrirkomulag gekk ekki sem skyldi og Gérard tók einn við liðinu  12. nóvember eftir að Roy ákvað að stíga til hliðar. Gérard yfirgaf Liverpool vorið 2004. Hann var seinna framkvæmdastjóri franska liðsins Lyon og Aston Villa. Hann hætti störfum hjá Villa vegna heilsubrests.


Gérard Houllier gerði marga góða hluti hjá Liverpool og breytti mörgu til betri vegar. Steven Gerrard telur að Gérard hafi haft mikið að segja um hversu langt hann náði en hann steig sín fyrstu skref í aðalliðinu unidr leiðsögn Frakkans. Aðstaðan á Melwood var endubætt til mikilla muna og fleira mætti nefna hvað starf félagsins varðar. Leiktíðin 2000/01 var ógleymanlega þegar Liverpool vann fimm titla. Fyrst Þrennuna, Deildarbikar, FA bikar og Evrópukeppni félagsliða, áður en Samfélagsskjöldurinn og Stórbikar Evrópu bættust við í ágúst. Alvarleg veikindi haustið 2001 þegar ósæð rifnaði og líf hans hékk á bláþræði hafði sitt að segja með að hann náði ekki að fylgja góðum árangri eftir en Liverpool vann þó Deildarbikarinn 2003. En liðinu fór hrakandi og mislukkuð leikmannakaup höfðu mikið að segja. Trúlega höfðu veikindin sitt að segja hvað starfsþrek varðaði. En að vinna sex titla með Liverpool verður ekki af honum tekið og var vel af sér vikið. 

En það er óhætt að óska Gérard Houllier til hamingju með afmælið!


Ttilar sem Gérard Houllier vann á ferli sínum sem framkævmdastjóri. 


Paris Saint-Germain: 1985–86. Franskur meistari.







Liverpool: 2000–01. Deildarbikarinn, FA bikarinn og Evrópukeppni félagsliða. 
                 2001.      Samfélagsskjöldurinn og  Stórbikar Evrópu.
                 2002/03. Deildarbikarinn.



Lyon: 2005–06. Franskur meistari.
          2005. Franska meistarakeppnin. 
          2006–07. Franskur meistari.
          2006. Franska meistarakeppnin. 






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan