| Sf. Gutt

Kóngurinn kom í hlaðið fyrir 40 árum!

Þann 10. ágúst 1977 var gengið frá kaupum Liverpool á Kenny Dalglish frá Glasgow Celtic. Liverpool borgaði 440.000 sterlingspund fyrir Kenny sem var metupphæð á þeim tíma. Kenny átti eftir að verða, að flestra áliti, besti leikmaður í sögu liðsins. Hann lék alls 515 leiki og skoraði 172 í búningi Liverpool. Hann vann fjölda titla og 1985 var hann ráðinn spilandi framkvæmdastjóri Liverpool. Fleiri titlar bættust í safnið á framkvæmdastjóraferlinum sem stóð til 1991. 


Síðar gerði hann Blackburn Rovers að enskum meisturum og Celtic að Deildarbikarmeisturum í Skotlandi. Auk þess stjórnaði hann Newcastle United um tíma. Hann sneri svo aftur heim til Liverpool og stjórnaði liðinu í eina og hálfa leiktíð. Deildarbikarsigur bættist á afrekaskrá Kenny á seinni stjórnarárum hans og hafði hann þar með unnið allt sem hægt var að vinna á Englandi sem framkvæmdastjóri. 


Ekki má gleyma glæstum leikferli hans hjá Celtic þar sem hann vann fjölda titla. Kenny er nú stjórnarmaður hjá Liverpool Football Club. Hann kemur líka fram fyrir hönd félagsins við hin ýmsu tækifæri.





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan