| Grétar Magnússon

Mané hlakkar til

Sadio Mané hlakkar til þess að takast á við nýjar áskoranir á komandi tímabili.   Hann segist ekki vera kominn í sitt rétta form en vinnur hörðum höndum að því að vera klár þegar tímabilið byrjar.

Mané spilaði í fyrsta sinn á þessu undirbúningstímabili gegn Hertha Berlin á laugardaginn var en hann meiddist í leik gegn Everton þann 1. apríl síðastliðinn og spilaði ekki meir á tímabilinu.  Hann lék í 45 mínútur og segir að það hafi verið mikilvægt skref í því að komast aftur í sitt rétta form.


,,Ég er mjög ánægður með að vera farinn að spila á ný.  Það var ekki auðvelt að vera fjarverandi í þrjá mánuði.  Loksins er ég kominn til baka og ég hlakka til tímabilsins." sagði Mané í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.

,,Ég er atvinnumaður og allir knattspyrnumenn vilja spila í hverri viku.  Ég vil auðvitað vera inná vellinum og hjálpa liðsfélögum mínum þannig sem og félaginu öllu að bæta sig.  Ég vil skora fleiri mörk og eiga fleiri stoðsendingar einnig.  Hvers vegna ekki að vinna nokkra bikara í leiðinni ?  Ég er fullur sjálfstrausts og hlakka mikið til."

,,Ég á samt eftir að vinna í nokkrum hlutum og þess vegna er ég að æfa stíft núna.  Þetta mun koma.  Ég er ekki 100% klár en undirbúningstímabilið er í gangi og það er í góðu lagi."

Mané hlakkar einnig til að spila með Mohamed Salah en Egyptinn hefur komið vel inní liðið á undirbúningstímabilinu og skoraði flott mark gegn Hertha Berlin.  Mané segir einnig að Salah sé sá sem hleypur hraðast í liðinu.

,,Það sjá allir að hann er mun fljótari en allir aðrir á vellinum.  Salah er góður drengur og frábær leikmaður."

Möguleikar liðsins hvað sóknarleikinn varðar eru klárlega fleiri nú og Mané er ekki í vafa um að hann sjálfur muni geta spilað hvar sem er í framlínunni, sé þess óskað.

,,Ég get spilað hvaða stöðu sem er framávið, það er ekkert vandamál fyrir mér.  Ég get spilað á vinstri kanti, hægri kanti og sem fremsti maður."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan