| Grétar Magnússon

Hópurinn sem hélt til Hong Kong

Leikmenn og þjálfarateymi félagsins flugu til Hong Kong í dag en þar keppir liðið í Premier League Asia Trophy.

Samkvæmt reglum mótsins mega liðin aðeins hafa 25 manna leikmannahópa og því var valið kannski svolítið erfitt fyrir Jürgen Klopp þar sem hann er jú vanur að nota ansi marga leikmenn á undirbúningstímabilinu.

En hér er listinn yfir þá leikmenn sem eru í hópnum:

Loris Karius, Simon Mignolet, Danny Ward, Nathaniel Clyne, Dejan Lovren, James Milner, Joe Gomez, Ragnar Klavan, Alberto Moreno, Joel Matip, Jon Flanagan, Trent Alexander-Arnold, Kevin Stewart, Gini Wijnaldum, Jordan Henderson, Marko Grujic, Ryan Kent, Ben Woodburn, Roberto Firmino, Philippe Coutinho, Mohamed Salah, Daniel Sturridge, Adam Lallana Divock Origi og Dominic Solanke.

Sadio Mané verður eftir í Liverpool til að halda áfram endurhæfingu vegna meiðslanna sem hann hlaut í apríl.  Sama gildir um Danny Ings og Harry Wilson.

Fleiri leikmenn komast ekki í hópinn að þessu sinni og ber þar helst að nefna Lazar Markovic sem hlýtur að vera á förum frá félaginu á næstu vikum.

Liverpool mætir Crystal Palace á miðvikudaginn klukkan 12:30 að íslenskum tíma og mætir svo annaðhvort West Bromwich Albion eða Leicester City laugardaginn 22. júlí.





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan