| Sf. Gutt

Númeraskipti


Mohamed Salah er orðinn leikmaður Liverpool. Eftir að hann gerði samning við félagið var tilkynnt um númeraskipti hjá félaginu. Egyptinn mun hafa viljað spila í treyju númer 11 og svo varð.



Frá því Roberto Firmino kom til Liverpool sumarið 2015 hefur hann leikið í treyju númer 11 og því varð að finna honum nýtt númer. Úr varð að hann fékk númer 9. Nýi búningur Liverpool fór í sölu í maí og því næsta víst að talsvert margir hafa verið búnir að kaupa sér treyju og merkja hana Firmino og númer 11.


Skiljanlega fellur það ekki í góðan jarðveg þegar númerum leikmanna er breytt með þessum hætti þar sem reiknað er með að leikmaðurinn sem vitað er að verður áfram hjá félaginu spili með sama númer og hann hefur gert. En þeir sem voru búnir að kaupa treyju merkta Firrmino 11 geta, í skaðabætur, sent tryjuna sína til Liverpool og fengið hana til baka áritaða af Roberto Firmino. Þeir sem vilja nýta sér þetta geta sent treyjuna á þetta heimilisfang.

Roberto Firmino shirt signing
Liverpool Football Club
Anfield Road
Liverpool
L4 0TH

Svo er að sjá hvort Roberto Firmino gengur vel að skora í treyju númer 9 en þeir sem hafa verið í henni síðustu árin hafa ekki náð sér á strik hjá Liverpool. Síðustu fjórir sem hafa verið með númer 9 á bakinu eru þeir Christian Benteke, Rickie Lambert, Iago Aspas og Andy Carroll. Roberto gengur vonandi mun betur en þessum að skora í númer 9!




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan