| Sf. Gutt

Sigur í Ástralíu


Liverpool vann öruggan 3:0 sigur í leik sínum í Sydney fyrr í dag að íslenskum tíma. Sterku liði var teflt fram auk fjögurra goðsagna.

Fyrir leikinn var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Manchester á mánudagkvöldið. Enn er ráðist á saklaust fólk sem á sér einskis ills von!

Daniel Sturridge kom Liverpool á bragðið með laglegu marki eftir átta mínútur og Alberto Moreno skoraði fallegt mark tíu mínútum seinna. Sex mínútum fyrir leikhlé skoraði Roberto Firmino af stuttu færi eftir undirbúning Daniel sem var mjög góður í leiknum. Ekkert ógnaði sigri Liverpool í síðari hálfleik.



Steven Gerrard gladdi áhorfendur með góðum tilþrifum og ljóst er að hann hefur engu gleymt. Jamie Carragher hóf líka leikinn og þeir Daniel Agger og Steve Mcmanaman komu til leiks eftir hlé. Nokkrir ungliðar komu líka við sögu og vonandi verða einhverjir þeirra nógu góðir til að geta komist í aðalliðið og látið að sér kveða í því eins og þeir Steven, Jamie, Daniel og Steve!

Jamie Carragher hefði átt að vera á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi í kvöld en þegar þessi leikur kom til var hann beðinn um að koma með liðinu. Hann stóðst ekki mátið og fór frekar til Íslands en Ástralíu. 

Liverpool:
Karius (Mignolet 71. mín.); Alexander-Arnold, Carragher (Matip 46. mín.), Lovren (Agger 46. mín.), Moreno; Gerrard (McManaman 46. mín.), Leiva (Klavan 46. mín.); Woodburn; Sturridge (Lallana 46. mín.), Firmino (Stewart 46.mín.) og Wilson (Brewster 46. mín.).

Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (8. mín.), Alberto Moreno (18. mín.) og Roberto Firmino (39. mín.).

Áhorfendur í ANZ leikvanginum: 72.892.

Mikill áhugi var á leiknum í Ástralíu og var uppselt á leikinn. 

Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.

Hér eru myndir sem voru teknar eftir leikinn. 









TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan