| Sf. Gutt

Svona er staðan!


Svona er staðan fyrir síðasta leik Liverpool á leiktíðinni. Sigur á móti Middlesbrough á Anfield Road færir Liverpool þriðja eða fjórða sætið. Manchester City er tveimur stigum á undan Liverpool í þriðja sæti og spilar á útivelli á móti Watford. City er með þremur mörkum betri markatölu. Sigur eða jafntefli hjá City dugar þeim til að halda þriðja sæti. 


Fái Liverpool ekki þrjú stig getur Arsenal, sem er stigi á eftir Liverpool, náð fjórða sætinu með því að vinna Everton á heimavelli. Tapi Liverpool og Arsenal og Everton skilja jöfn gæti Arsenal náð fjórða sæti eftir því hvað tap Liverpool yrði stórt. Tap Arsenal fær Liverpool fjórða sætið hvernig sem fer á Anfield. Chelsea er auðvitað enskur meistarí í sjötta sinn og Tottenham Hotspur hefur tryggt sér annað sæið.

Byrjunarlið Liverpool er það sama og í stórsigrinum á West Ham United um síðustu helgi utan hvað Roberto Firmino kemur inn í staðinn fyrir Divock Origi.

Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Can, Wijnaldum, Lallana, Coutinho, Firmino og Sturridge. Varamenn: Karius, Moreno, Grujic, Alexander-Arnold, Lucas, Klavan og Origi.



Staðan gæti ekki verið betri hvað varðar verkefnið sem liggur fyrir. Liverpool þarf að vinna og spilar á Anfield Road. Nú er bara að sýna hvað í mönnum býr!

YNWA!



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan