| Sf. Gutt

Kenny Dalglish á The Kop!


Kóngurinn var meðal þegna sinna þegar Liverpool mætti Bournemouth á dögunum. Í fyrsta sinn var Kenny Dalglish á meðal þegna sinn á The Kop. Kenny var á Kop í fyrri hálfleik en í þeim síðari tók hann sæti sitt í Aðalstúkunni þar sem hann á sitt sæti. Hann sagði, í viðtali við Liverpool Echo, það hafa verið magnað að vera loksins áhorfandi á The Kop.

,,Mig hefur alltaf langað til að gera þetta og nú er ég búinn að upplifa þetta. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef horft á leik þaðan. Ég fór í stúkuna rétt áður en flautað var til leiks og var kominn áður en You’ll Never Walk Alone var sungið og mínútu klappið var. Svo horfði ég á leikinn og það var magnað að horfa þaðan. Eins tók fólkið með frábærlega og þetta var eins og best gat verið."

,,Núna er ég búinn að þessu og það var aðeins öðruvísi að horfa þaðan en ég er viss um að ég gæti vanist því að sitja þarna og horfa á leiki. Reyndar var nú ekki mikið setið!"



Kenny nefndi mínútu klapp en fyrir leikinn var minning þeirra 96 sem létust á Hillsbrough heiðruð eins og ætíð er gert í þeim heimaleik Liverpool sem er næst 15. apríl. 

Unnið er að heimildarmynd um Kenny og þess vegna var vera hans á The Kop kvikmynduð. Hér má horfa á Kenny á The Kop.

Ég var reyndar á leiknum og tók eftir því að Kenny sat ekki langt fyrir aftan mig í heiðursmannastúkunni í síðari hálfleik. En í þeim fyrri var hann sannanlega á The Kop!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan