| Sf. Gutt

Fyrir þremur árum


Fyrir þremur þremur árum, á öðrum degi páska, heiðraði fjöldi fyrrum leikmanna Liverpool minningu þeirra 96 sem létust á Hillsbrough. Margir þessara leikmanna léku í síðasta sinn á Anfield. 

Fyrrum leikmenn Liverpool fjölmenntu úr öllum heimshornum til að heiðra minngu þeirra sem fórust á Hillsbrough 15. apríl 1989. Skipt var í tvö lið og Liverpool lék á móti Liverpool! Annað liðið var skipað heimamönnum og hitt útlendingum ef svo mætti segja. Kenny Dalglish stýrði heimamönnum með aðstoð Roy Evans en Gerard Houllier stjórnaði útlenska liðinu með hjálp Phil Thompson. Liðunum og þeim sem stýrðu þeim var fagnað innilega þegar leikmenn gengu til leiks. Uppselt var á Anfield. 

Heimamenn sem spiluðu í rauðu komust yfir þegar Robbie Fowler komst í gegnum vörnina eftir stungusendingu, lék á Sander Westerveld og skoraði fyrir framan The Kop. Útlendingarnar sneru leiknum sér í hag og náðu forystu í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Tékkinn Vladimir Smicer með skoti utan vítateigs sem breytti stefnu af Michael Thomas. Frakkinn Bruno Cheyrou skoraði svo með þrumuskoti. Grínistinn John Bishop, sem var sérstakur gestur, fékk að taka víti fyrir útlendingana en David James varði vel! 

Allt stefndi í sigur þeirra í hvítu þegar heimamenn fengu víti á síðustu mínútu leiksins eftir að Sami Hyypia braut á Robbie Fowler. Kenny Dalglish kom inn á við mikinn fögnuð eftir að vítið var dæmt og vildu áhorfendur að hann myndi taka vítið. Kóngurinn hafði ekki áhuga á því og lagði til að Robbie tæki spyrnuna. Robbie lét ekki segja sér það tvisvar og þrumaði boltanum í markið. Jafntefli 2:2 og voru það góð úrslit fyrir alla. Mögnuð dagstund í Musterinu og allir fóru glaðir heim!


Allur ágóði af leiknum rann til fjölskyldusamtaka þeirra sem fórust á Hillsbrough og Góðgerðarfélags Liverpool Football Club.

Leikurinn var einstakur viðburður og í þetta sinn stigu nokkrir leikmenn Liverpool út á Anfield í síðasta sinn. Kenny Dalglish, Ronnie Whelan, John Barnes, David Burrows, Jan Mölby og fleiri hafa ekki síðan klæðst búningi Liverpool.

Goðsagnir heimamanna: David James, Rob Jones, Jason McAteer, David Burrows, Gary McAllister, Michael Thomas, John Barnes, Steve McManaman, Michael Owen, Robbie Fowler, Mark Wright, John Wark, Alan Kennedy, Steve McMahon, Dave Thompson, Jamie Redknapp, Ronnie Whelan, Ian Rush og John Aldridge.

Goðsagnir heimsins: Sander Westerveld, Markus Babbel, Sami Hyypia, Stig Inge Bjornebye, Björn Tore Kvarme, Dietmar Hamann, Jan Mölby, Bruno Cheyrou, Vladimir Smicer, Luis Garcia, Jari Litmanen, Abel Xavier, Salif Diao, Vegard Heggem og John Bishop.

Áhorfendur á Anfield Road: 45.000.

Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.

Hér eru fleiri myndir af vefsíðu Liverpool Echo. 

Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Daily Mail.

Hér eru
myndir úr leiknum af vefsíðu Mirror.

Hér má sjá myndskeið þegar leikmenn gengu til leiks. 

Hér má horfa á svipmyndir úr leiknum af LFCTV.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan