| Grétar Magnússon

Mané búinn í aðgerð

Sadio Mané gekkst undir aðgerð á hné á þriðjudaginn var og eftir hana þakkaði hann stuðningsmönnum félagsins fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið eftir að meiðslin komu í ljós.

Senegalinn mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili en eins og flestir vita meiddist hann í nágrannaslagnum við Everton þann 1. apríl síðastliðinn.  Batakveðjum hefur rignt yfir hann undanfarna viku og segist Mané ætla að koma til baka sterkari en áður.

Hann sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins:  ,,Það er frábært að hafa fengið svo mörg skilaboð frá stuðningsmönnum okkar um allan heim, þá sérstaklega á samfélagsmiðlum.  Það fyllir mig stolti og gefur mér kraft að vita af svo mörgum stuðningsmönnum Liverpool og Senegal sem hafa gefið sér tíma til að senda mér kveðju.  Ég vil nota tækifærið og þakka öllum kærlega fyrir."

,,Ég mun gera mitt besta eftir aðgerðina, sem heppnaðist fullkomlega, að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er og þá betri en nokkru sinni fyrr."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan