| Sf. Gutt

Spánarfararnir


Jürgen Klopp tók 27 leikmenn með sér og þjálfaraliði sínu í æfingaferðina til La Manga á Spáni. Fimm urðu eftir heima vegna meiðsla. Þessir leikmenn fóru með í æfingaferðina:

Jordan Henderson, Sheyi Ojo, James Milner, Sadio Mane, Kevin Stewart, Philippe Coutinho, Daniel Sturridge, Joel Matip, Trent Alexander-Arnold, Alex Manninger, Adam Lallana, Ragnar Klavan, Divock Origi, Conor Masterson, Simon Mignolet, Georginio Wijnaldum, Alberto Moreno, Nathaniel Clyne, Harry Wilson, Emre Can, Connor Randall, Joe Gomez, Lucas Leiva, Yan Dhanda, Ben Woodburn, Loris Karius og Roberto Firmino.

Þeir Dejan Lovren, Danny Ings, Adam Bogdan, Ovie Ejaria og Marko Grujic fóru ekki með en þeir eru allir meiddir. Fréttir dagsins kveða á um að Dejan og Marko séu á batavegi og geti fljótlega farið að æfa. Daniel Sturridge var með pest og æfði ekki í dag ef rétt er skilið. Læknaliðið vonast til að hann hressist fljótt. 





Jürgen Klopp vonast til að þessi æfingaferð nýtist vel sem undirbúningur fyrir þá baráttu sem framundan er til vors um fjögur efstu sætin í deildinni. Á valdatíma hans hjá Borussia Dortmund fór hann nokkrar ferðir með liðið sitt til La Manga.

Hér
og hér eru myndir frá La Manga af Liverpoolfc.com.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan