| Grétar Magnússon

Leikmenn halda til Spánar

Leikmenn félagsins og þjálfarateymi mun halda til Spánar síðar í þessari viku, nánar tiltekið í æfingabúðir á La Manga til að breyta aðeins um umhverfi og komast í hlýrra loftslag.

Það eru tvær vikur í næsta leik í deildinni en mánudaginn 27. febrúar eiga okkar menn leik við Leicester City á útivelli.  Liðið ferðast til Spánar á miðvikudaginn næsta og munu koma aftur til Englands á sunnudaginn kemur.

,,Við eigum frí í 14-15 daga og við munum hvíla í tvo til þrjá daga eftir Tottenham leikinn og svo má segja að við tökum undirbúningstímabil fyrir komandi átök í deildinni það sem eftir er tímabils.  Þann skilning leggum við í stöðuna."   Sagði Jurgen Klopp um Spánarferðina.

,,Við verðum að nota þetta tækifæri og tímann sem er til stefnu að sýna af hverju við erum í toppbaráttu.  Það er engin skömm að því að við eigum ekki leik um næstu helgi.  Ég elska knattspyrnu og ég sé engin vandamál tengd því að við getum æft vel núna."

Í fyrra gerði liðið svipað þegar langt var á milli leikja í mars, eftir tapleik gegn Southampton á útivelli var haldið til Spánar í viku og hafði það ágætis áhrif á leikmenn því aðeins einn deildarleikur tapaðist eftir þessa ferð en það var gegn Swansea á útivelli.

Klopp þekkir La Manga æfingasvæðið ágætlega en þegar hann var stjóri hjá Dortmund notaði hann tækifærið í vetrarfríinu í þýsku deildinni til að fara með leikmenn sína í æfingabúðir þar.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan