| Sf. Gutt

Af Afríkukeppninni


Afríkukeppninni lauk í gærkvöldi. Kamerún varð Afríkumeistari í fimmta sinn. Kamerún mætti Egyptalandi í úrslitaleiknum. Reiknað var með sigri Egypta en Kamerún þótti komast lengra en von var á. 

Mohamed Elneny náði forystu fyrir Egypta í fyrri hálfleik en Nicolas Nkoulou jafnaði í síðari hálfleik. Allt stefndi í framlengingu en þegar tvær mínútur voru eftir skoraði varamaðurinn Vincent Aboubakar sigurmarkið. Þetta var fimmti sigur Kamerún í keppninni og sigurinn var sætur því tvívegis áður höfðu þeir tapað í úrslitaleik fyrir Egyptum.


Einn leikmaður Liverpool tók þátt í keppninni. Sadio Mané var í liði Senegal og stóð sig vel. Hann skoraði tvö mörk í þremur leikjum en misnotaði reyndar vítaspyrnu þegar Senegal féll úr leik í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum. Senegal þótti fyrirfram ein sú þjóða sem gæti unnið keppnina. 


Joel Matip hefði getað hafa orðið Afríkumeistari en hann gaf ekki kost á sér í landslið Kamerún ásamt nokkrum öðrum sterkum leikmönnum. Landsliðsþjálfari Kamerún skaut á Joel eftir úrslitaleikinn og sagði að líklega myndi Joel sjá eftir því að hafa ekki viljað taka þátt í keppninni!




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan