| Sf. Gutt

Erfitt að fara í burtu


Sadio Mané heldur nú til Gabon til að taka þátt í Afríkukeppninni fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann segir erfitt að yfirgefa félaga sína nú þegar í mörg horn er að líta en Liverpool spilar í deildinni og báðum ensku bikarkeppnunum á meðan hann verður að spila með Senegal. Hann hafði meða annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir jafnteflið við Sunderland í gær þar sem hann skoraði og gaf svo víti sem Sunderland jafnaði 2:2 úr.

,,Við erum í góðri stöðu en nú skiptir mestu að halda settu marki. Allir vita það og verða tilbúnir í næstu leiki. Það verður ekki auðvelt fyrir mig að fara því ég myndi vilja vera að hjálpa liðinu en ég held að þeir sýni mér skilning. Bið erum búnir að standa okkur vel, liðið er sterkt og þess vegna verður þetta ekkert vandamál. Þeir eiga eftir að standa sig!"


Sadio hefur verið lykilmaður fyrir Liverpool það sem af er leiktíðar. Hann er búinn að skora níu mörk það sem af er leiktíðar og er markahæsti maður liðsins. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar fer fram í byrjun febrúar þannig að Sadio missir af mörgum mikilvægum leikjum á næstu vikum. Líklega vona margir stuðningsmenn Liverpool að Senegal komist ekkert of langt í keppninni!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan