| Sf. Gutt

Farið suður til Spánar

Jürgen Klopp ákvað fyrir nokkru að fara með liðið sitt suður til Spánar til að komast í svolítið hlýrra veður. Liðið fór til Barcelona eftir tapið í Bournemouth þar sem átti að æfa í tvo daga. Ferðin var líka hugsuð til að efla liðsandann og slaka á. 

Í kvöld fór Jürgen með liðið sitt á leik á Nývangi! Barcelona spilaði þá á móti þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona vann 4:0 og er komið áfram í keppninni. Manchester City fór líka áfram úr riðlinum. Lærisvinar Brendan Rodgers í Celtic sátu eftir. Hópurinn mun hafa skemmt sér vel á Nývangi og í allri ferðinni.

Liðshópurinn heldur heim til Liverpool á morgun. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan