| Sf. Gutt

Fyrsti titill Brendan Rodgers!

Á sunnudaginn var vann Brendan Rodgers sinn fyrsta titil sem framkvæmdastjóri. Glasgow Celtic vann þá fyrsta titil skosku leiktíðarinnar. 

Celtic mætti Aberdeen í úrslitaleik skoska Deildarbikarsins á Hampden Park í Glasgow. Celtic vann öruggan sigur 3:0 og tryggði sér Deildarbikarinn í 16. sinn. Tom Rogic, James Forrest og Moussa Dembele skoruðu mörkin. Kolo Toure, fyrrum leikmaður Liverpool var varamaður en kom ekki við sögu. Titilinn var sá 100. sem Celtic vinnur í sögu félagsins. 

Sem fyrr segir þá var þetta fyrsti titlinn sem Brendan Rodgers vinnur á framkvæmdastjóraferli sínum. Áður hefur Brendan stjórnað Watford, Reading, Swansea City og Liverpool. Brendan kom Swansea reyndar upp í efstu deild í gegnum úrslitaleik í umspili þannig að hann hefur unnið úrslitaleik áður. Celtic er með góðu forystu í skosku deildinni og því er ekki ólíklegt að titlarnir verði fleiri á leiktíðinni. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan