| Sf. Gutt

Sadio Mané tilnefndur sem sá besti í Afríku


Sadio Mané hefur verið tilnefndur sem besti knattspyrnumaður Afríku fyrir árið 2016. Sadio varð dýrasti knattspyrnumaður Afríku þegar Liverpool keypti hann fyrir 30 milljónir sterlingspunda frá Soutampton í sumar.


Sadio, sem er frá Senegal, hefur byrjað leiktíðina mjög vel hjá Liverpool og skorað sex mörk auk þess að eiga fjórar stoðsendingar. Hann skoraði átta mörk fyrir Southampton frá áramótum til vors.   

Fjórir aðrir leikmenn eru tilnefndir. Listinn yfir þá er hér að neðan.

Pierre-Emerick Aubameyang - Gabon - Borussia Dortmund. Vann þetta kjör í fyrra og var kosinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor. 

Andre Ayew - Gana - West Ham United.

Riyad Mahrez - Alsír - Leicester City. Hann varð enskur meistari með Leicester á síðustu leiktíð. Hann var kjörinn Knattspyrnumaður árins af leikmönnum í vor. 

Yaya Toure - Fílabeinsströndin - Manchester City. Hann varð Deildarbikarmeistari með City. Yaya hefur tvívegis unnið þetta kjör. 

Hægt er að taka þátt í kjörinu hér á vefsíðu BBC.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan