| Sf. Gutt

Fyrir vini mína í Liverpool!


Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, gladdi stuðningsmenn gamla liðsins eftir að liðið hans Feyenoord vann sigur á Manchester United í Evrópudeildinni um daginn. Feyenoord sem hefur byrjað vel í hollensku deildinni vann Manchester United 1:0 og var þeim úrslitum að sjálfsögðu vel fagnað í Rotterdam. Eftir leikinn sagði Dirk, brosandi út að eyrum, að sigurinn væri fyrir vini sína í Liverpool! Þessi ummæli féllu að skjálfsögði í góðan jarðveg í Liverpool!


Dirk yfirgaf Liverpool sumarið 2012 og fór þá til tyrkneska liðsins Fenerbache. Þar varð hann bikarmeistari 2013 og landsmeistari árið eftir. Fyrir ári stóðst hann ekki mátið og fór heim til Hollands til liðs við sitt gamla lið Feyenoord. Hann raðaði inn mörkum á síðasta keppnistímabili og til að auka enn á gleðina yfir endurkomunni vann Feyenoord hollenska bikarinn


Dirk var ekki eini fyrrum leikmaður Liverpool sem tók þátt í sigrinum á Manchester United. Í marki Feyenoord stóð Brad Jones. Ástralinn fór frá Liverpool fyrir ári og fór þá til Bradford City. Hann var ekki lengi þar og í byrjun árs fór hann til hollenska liðsins NEC. Í sumar gekk hann svo til liðs við Feyenoord. 


Dirk hefur ekki þótt amalegt að taka þátt í sigri á Manchester United en hann skoraði einmitt þrennu í eftirminnilegum 3:1 sigri á United á Anfield á útmánuðum 2011. Leiktíðina eftir skoraði hann sigurmark Liverpool á Anfield í 2:1 sigri á United í FA bikarnum. Markið má sjá á myndinni hér að ofan. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan