| Sf. Gutt

Tveir bættust í hópinn í dag

Tveir nýir leikmenn bættist í hópinn hjá Liverpool í dag. Georginio Wijnaldum var keyptur frá Newcastle United og að auki kom markmaðurinn Alex Manninger. 


Georginio Wijnaldum er framliggjandi miðjumaður sem getur jafnvel leikið í framlínunni. Hann er fæddur í Rotterdam í Hollandi 11. nóvember 1990. Liverpool borgar Newcastle 25 milljónir sterlingspunda fyrir kappann. Georginio lék með Feyenoord og PSV Eindhoven í Hollandi. Hann spilaði aðeins eina leiktíð hjá Newcastle en þótti með betri mönnum og skoraði 11 mörk í deildinni. Georginio er fastmaður í hollenska landsliðinu og hefur spilað 30 landsleiki og skorað sex mörk.  

Hér eru
myndir, af Liverpoolfc.com, frá því þegar Georginio Wijnaldum gekk til liðs við Liverpool. 


Alex Manninger er þrautreyndur markmaður sem víða hefur spilað og Liverpool er 16. félagið sem hann kemur við hjá. Hann er fæddur í Salzburg í Austurríki 4. júní 1977. Alex lék með Arsenal frá 1997 til 2002 og vann titla þar. Síðast var hann hjá þýska liðinu Augsburg en þaðan fékk hann frjálsa sölu í vor.  

Alex, sem hefur æft með Liverpool að undanförnu, er hugsaður sem þriðji markmaður í leikmannahópnum en Loris Karius og Simon Mignolet verða auðvitað fyrstu kostir. Þeir Adam Bogdan, Danny Ward og Ryan Fulton hafa verið lánaðir. 

Hér eru
myndir frá ferli Alex Manninger af Liverpoolfc.com.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan