| Sf. Gutt

Af EM

Í kvöld lauk 16 liða úrslitum Evrópumótins með því að fimm fulltrúar Liverpool fóru í sumarfrí. Íslenska landsliðið bar fulla ábyrgð á því með því að leggja enska landsliðið að velli 2:1 í mögnuðum leik í Nice. Daniel Sturridge var eini leikmaður Liverpool sem var í enska liðinu. Landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, sagði af sér eftir leikinn. 

Wayne Rooney kom enska liðinu yfir snemma leiks úr víti eftir að Hannes Þór Halldórsson felldi Raheem Sterling. Ragnar Sigurðsson jafnaði í næstu sókn og Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið. Sögulegur og sanngjarn sigur íslenska landsliðsins. Fulltrúar Liverpool fara því núna beinustu leið í sumarfrí sem er hið besta mál!

Evrópumeistararnir féllu úr leik. Ítalía vann Spán 2:0. 

Pólverjar unnu Sviss 5:4 í vítakeppni eftir að liðin skildu jöfn 1:1.

Wales vann Bretlandsorrustuna við Norður Írland 1:0. Joe Allen lék með Wales og stóð fyrir sínu. Sjálfsmark Gareth McAuley skildi liðin. 

Portúgal vann Króata 1:0. 

Belgar unnu stórsigur 4:0 á Ungverjum. Fulltrúar Liverpool í liði Belga sátu á bekknum allan tímann. 

Frakkar lögðu Íra 2:1.

Þjóðverjar unnu sannfærandi 3:0 sigur á Slóvakíu. Emre Can var sem fyrr á bekknum allan tímann hjá Þjóðverjum. Martin Skrtel var í vörninni hjá Slóvakíu. Jerome Boateng, Mario Gomez og Julian Draxler skoruðu fyrir heimsmeistarana. Martin gaf víti en heppnin var með honum því Mesut Özil misnotaði spyrnuna. 

Hér að neðan eru átta liða úrslitin.

Portúgal v Pólland

Belgía v Wales

Ítalía v Þýskaland

Frakkland v Ísland



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan