| Sf. Gutt

Niðurtalning - 3. kapítuli


Það hefur eitt og annað borið til tíðinda á leið Liverpool og Sevilla til Basel. Hér er ýmislegt af því og fleira tínt til. 

+ Liverpool og Sevilla hafa aldrei áður spilað saman. 

+ Sevilla verður 125. mótherji Liverpool í Evrópuleik.

+ Sevilla hefur unnið þessa keppni oftast allra liða eða fjórum sinnum, 2006, 2007, 2014 og 2015.

+ Liverpool hefur unnið hana þrisvar, 1973, 1976 og 2001. 

+ Sama lið hefur aldrei unnið þessa keppni þrjú ár í röð.

+ Sevilla er eina liðið sem hefur varið bikarinn og það hefur liðið afrekað í tvígang. 

+ Alberto Moreno var í sigurliði Sevilla vorið 2014.





+ Þeir Brendan Rodgers og Jürgen Klopp stjórnuðu Liverpool á leiðinni til Basel. 

+ Simon Mignolet er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað alla 14 leiki Liverpool í keppninni. 

+ Alls hafa 26 leikmenn spilað fyrir Liverpool í keppninni hingað til.

+ Liverpool hefur skorað 18 mörk hingað til í keppninni. 

 
+ Adam Lallana er markahæsti leikmaður Liverpool í keppninni með þrjú mörk.

+ Kevin Gameiro er markahæstur hjá Sevilla með sjö mörk. 

+ Enginn af leikmönnum Liverpool hefur unnið Evróputitil hjá félaginu. 


+ Aðeins Jordan Henderson og Martin Skrtel í leikmannahópi Liverpool hafa unnið titil með liðinu. Þeir urðu Deildarbikarmeistarar 2012.


+ Jamie Carragher hefur leikið flesta Evrópuleiki fyrir Liverpool eða 150.

+ Leikjahæstur af núverandi leikmönnum er Martin Skrtel með 44 leiki.

 

+ Steven Gerrard hefur skorað flest Evrópumörk fyrir Liverpool eða 41.

+ Lucas Leiva og Adam Lallana eru markahæstir núverandi leikmanna með þrjú mörk.

+ Stærsti sigur Liverpool í Evrópukeppni kom þann 17. september 1974 í Evrópukeppni bikarhafa. Liverpool vann þá Stromsgodset frá Noregi 11:0. Alec Lindsay víti, Phil Boersma 2, Phil Thompson 2, Steve Heighway, Peter Cormack, Emlyn Hughes, Tommy Smith, Ian Callaghan og Ray Kennedy skoruðu. Aðeins þeir Ray Clemence og Brian Hall náðu ekki að skora. Aldrei hafa fleiri leikmenn Liverpool skorað í sama leiknum. Liverpool vann seinni leikinn 1:0 með marki frá Ray Kennedy.

+ Stærsti sigur samtals kom í Evrópukeppni félagsliða leiktíðina 1969/70. Liverpool vann þá írska liðið Dundalk 10:0 á Anfield Road og 4:0 á Írlandi. Samtals 14:0.

+ Liverpool hefur unnið 11 Evróputitla. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan