| Heimir Eyvindarson

Joel Matip kemur í sumar - Staðfest

Svo virðist sem Liverpool sé búið að semja við miðvörðinn Joel Matip um að hann gangi til liðs við okkar menn þegar samningur hans rennur út í sumar.

Uppfært kl. 14.00: Schalke 04 hefur nú staðfest að Matip muni ganga til liðs við Liverpool í sumar. Í yfirlýsingu frá Matip sjálfum segir hann að ákvörðunin um að yfirgefa Schalke hafi verið erfið, en hann sé sannfærður um að nú sé rétti tímapunkturinn fyrir nýjar áskoranir á ferlinum. Hann tekur jafnframt fram að það hefði aldrei komið til greina að yfirgefa Schalke fyrir annað félag í Bundesligunni.  

Matip er 24 ára miðvörður, sem getur einnig spilað á miðjunni. Hann er fæddur í Þýskalandi en spilar með landsliði Kamerún, en faðir hans er Kamerúni. Hann hefur spilað með Schalke 04 allan sinn feril og er í miklum metum þar.

Ýmsir býsna áreiðanlegir heimildamenn, bæði í Bretlandi og Þýskalandi, slá því föstu í dag að Matip og Liverpool hafi nú þegar gengið frá samkomulagi um að Matip komi í sumar.

Chris Bascombe hjá Daily Telegraph, sem er einn af þeim sem teljast nokkuð vel tengdir Liverpool, segir að Liverpool hafi reynt að semja við Schalke um að fá Matip strax í janúar en það hafi ekki gengið og þessvegna hafi verið brugðið á það ráð að fá Steven Caulker á láni út tímabilið. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan