| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

Í kvöld verður lokað fyrir félagaskipti knattspyrnumanna. Hér á Liverpool.is verður fylgst með gangi mála eftir því sem fréttir berast.

23:15. Búið er að loka fyrir félagaskipti. Engin viðskipti áttu sér stað í dag hjá Liverpool. Ekkert varð af komu Alex Texeira. Jose Enrique vildi vera áfram hjá Liverpool í stað þess að snúa aftur til Newcastle. Watford bauð í Jerome Sinclair en forráðamönnum LIverpool fannst tilboðið ekki nógu hátt. Samningar þeirra Jose og Jerome renna út í sumar. Þess má geta að ungliðinn James Maddison sem minnst var á hér fyrr í kvöld var keyptur til Norwich en verður áfram hjá Coventry til vors. Á vordögum kemur í ljós hvernig Jürgen Klopp gengur að vinna með þá leikmenn sem hann hefur undir sinni stjórn. Hver veit nema þessir menn sem hann hefur vinni bikar. Liverpool er að minnsta kosti komið í úrslitaleik Deildarbikarsins :)


22:30. Framan af janúar var heimsmeistarinn Mario Götze orðaður við Liverpool en óvíst er að hann verði mikið lengur hjá Bayern Munchen. Sá orðrómur fjaraði út þegar leið að Þorrakomunni.

22:00. Mario Balotelli var ekki kallaður heim úr láni eins og margir af ungliðunum. Hann verður hjá AC Milan út leiktíðina hið minnsta. Sumir hefðu kannski haldið að það gæti verið sniðugt að kalla hann heim í þeirri von að hressa upp á markaskorun Liverpool en svo var ekki. Annars kom Mario inn á sem varamaður í gærkvöldi þegar AC Milan vann Inter 3:0 í grannaslag.


21:30. Liverpool Echo greinir frá því í kvöld að Liverpool hafi sýnt tveimur ungum leikmönnum áhuga. Um er að ræða James Maddison miðjumann Coventry City og Ben Chilwell sem leikur sem bakvörður hjá Leicester. Líklegt er talið að James verði skoðaður betur í sumar. 

21:00. Síðustu vikur hefur verið talið að Liverpool myndi næla í brasilíska framherjann Alex Texeira frá Shaktar Donetsk. Liverpool gerði tilboð í hann en úkraínska félagið vildi fá meira af peningum. Nýjustu frengir herma að forráðamenn Liverpool hafi verið tilbúnir að hækka tilboðið en Jürgen Klopp hafi ákveðið að hætta við svo búið og geyma peningana frekar fram á sumar. 

 

20:30. Denis Cheryshev gekk til liðs við Valencia.

20:00. Jürgen Klopp endurkallaði fjölda ungra leikmanna í síðasta mánuði en hann lánaði þó einn. Markmaðurinn Ryan Fulton var lánaður til Portsmouth. Hann varði víti með tilþrifum í sínum fyrsta leik. Annar markmaður, Lawrence Vigouroux, er í láni hjá Swindon. Í morgun sást frétt um að Swindon vildi kaupa piltinn í dag en ekki hefur verið tilkynnt um vistaskipti hans. 


19:30. Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fyrrum leikmönnum Liverpool. Þrír höfðu vistaskipti í janúar. Nokkra athygli vakti þegar Swansea seldi Jonjo Shelvey til Newcastle á 12 milljónir sterlingspunda. Sunderland lánaði Sebastian Coates til Sporting Lissabon. Joe Cole fékk svo frjálsa sölu frá Aston Villa til Coventry City. 






19:00. Ekkert meira er að frétta enda sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi í dag að það myndu engir nýir leikmenn koma.


16:50. Þetta kemur væntanlega ekki neinum á óvart en Jose Enrique ætlar að klára samninginn hjá LFC og fer því í sumar.

15:32. Newcastle er að reyna að plata Jose Enrique tilbaka. Samningurinn hans rennur út í sumar og skammtíma samningur gæti hentað báðum aðilum. Liverpool er tilbúið að leyfa honum að fara en Jose er eins og svo oft áður. Óákveðinn, fer kannski frekar og tekur nokkra leiki í FIFA.

15:10.  Jürgen Klopp er á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leicester City á morgun og sagði að ekkert myndi gerast í leikmannakaupum í dag.  Hvað leikmannasölur varðar sagðist hann hinsvegar ekki vera 100% viss en þá á hann líklega við að Jerome Sinclair er líklega á leið frá félaginu.  Ungliðinn hefur hafnað nýjum samningi við félagið og Watford hafa lýst yfir áhuga á að kaupa piltinn.  Fyrsta tilboði Watford uppá 1.5 milljónir punda hefur skv. fréttum í dag verið hafnað og frekari viðræður milli félaganna ekki átt sér stað.  Sinclair verður samningslaus í sumar og getur því farið frítt frá Liverpool en þó fær félagið einhverjar uppeldisbætur fyrir hann skv. reglum á Englandi.


9:45.  James Pearce, blaðamaður á staðarblaðinu Liverpool Echo var að tísta rétt í þessu að líklegast verði dagurinn rólegur hjá Liverpool og að enginn áhugi sé á að fá Denis Cheryshev til félagsins.



8:40.  Einhverjir miðlar voru að orða Rússann Denis Cheryshev við félagið en hann er á mála hjá Real Madrid. Hann hefur lítið fengið að spila hjá félaginu og vill komast burt á láni í það minnsta. Ekkert er víst til í þessum orðrómi og hefur spænski blaðamaðurinn Guillem Balague sagt að Liverpool hafi ekki sýnt neinn áhuga á að fá Cheryshev til félagsins og líklegast er að hann fari á láni til Sevilla.

7:30. Reyndar má segja að Liverpool hafi bætt vel í aðalliðshópinn í janúar því Jurgen Klopp kallaði marga ungliða heim úr láni í mánuðinum. 


7:00. Ekki er búist við að mikil viðskipti eigi sér stað hjá Liverpool. Ólíklegt er að einhver verði seldur og lítið útlit er á að einhver kaup verði gerð.

 

Staðan í gærkvöldi!



Serbinn Marko Grujic var keyptur frá Rauðu Stjörnunni í Belgrad en verður þar áfram til loka leiktíðarinnar. 


Ekki má gleyma að Steven Caulker var fenginn að láni frá Queens Park Rangers. Ólíklegt er að hann verði keyptur í sumar en hann verður að minnsta kosti á Anfield til loka leiktíðarinnar. 

Enginn af aðalliðsmönnum Liverpool hefur farið frá félaginu eftir að nýtt ár gekk í garð og lítið útlit er á að eitthvað verði um slíkt.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan