| Sf. Gutt

Af leikmannamálum

Það er farið að styttast í að lokað verði fyrir félagaskipti. Liverpool hefur keypt einn leikmann og mikið meira virðist ekki ætla að gerast. 


Serbinn Marko Grujic var keyptur frá Rauðu Stjörnunni í Belgrad en verður þar áfram til loka leiktíðarinnar. 



Ekki má gleyma að Steven Caulker var fenginn að láni frá Queens Park Rangers. Ólíklegt er að hann verði keyptur í sumar. 
 

Síðustu daga hafa stuðningsmenn Liverpool átt von á tilkynningu um kaup á brasilíska framherjanum Alex Texeira frá Shaktar Donetsk. Sú tilkynning hefur látið bíða eftir sér og nú bendir margt til að ekkert verði úr. Ekki er gott að sjá hvernig stendur á því en svo virðist sem forráðamenn Shaktar vilji fá hærri upphæð en Liverpool vill borga. Alex er ekki mjög þekktur en það þarf fleiri mörk!

Nokkrir aðrir leikmenn hafa verið orðaðir við Liverpool og í dag mátti sjá nafn Gary Cahill miðvarðar Chelsea á sveimi. Það verður þó að telja ólíklegt að hann muni koma til Liverpool. Hann hefur þó spilað minna með Chelsea og vill komast í lið enda er EM í sumar. 


Enginn hefur enn sem komið er yfirgefið Liverpool. Allan mánuðinn hafa fjölmiðlar fjallað um að ungliðinn Jerome Sinclair muni fara. Hann er talinn vilja komast frá Liverpool til að geta spilað meira og í herbúðum Watford mun vera áhugi á að fá hann. Jerome, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool á móti Exeter á dögunum, gæti sem sagt farið. Sumir fjölmiðlar hafa greint frá því að Watford hafi boðið formlega í Jerome en boðið hafi ekki þótt nógu hátt. Liverpool á að vilja fá þrjár milljónir punda. 


Einhver áhugi mun vera á Adam Bogdan en Ungverjinn hefur ekki komist á bekkinn hjá Liverpool í síðustu leikjum eftir að Danny Ward var kallaður heim úr láni. Franska liðið Reims mun hafa áhuga.


Talið er að Swansea hafi sent Liverpool fyrirspurn um Joe Allen. Annað hvort til láns eða kaups. Það mun ekki koma til greina að láta Joe fara til síns gamla félags á þessum tímapunkti.

Svona er staðan og við sjáum hvað úr verður!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan