| Sf. Gutt

Ykkar skoðun



Búið að fara yfir hvað leikmaður var bestur að ykkar áliti í október. Sá sem var hlutskarpastur hefur ekki áður orðið fyrir valinu sem besti leikmaður mánaðar frá því hann kom til Liverpool. 

Franski varnarmaðurinn Mamadou Sakho var efstur í kjörinu en hann hefur verið magnaður í vörn Liverpool alla leiktíðina. Reyndar mætti bæta við þegar hann hefur spilað því hann var ekki fastamaður á meðan Brendan Rodgers valdi liðið. En Mamadou hefur áunnið sér miklar vinsældir fyrir að leggja sig allan fram fyrir málstaðinn. 

Annar var einhver annar en fyrir kemur að ekki hittist alveg á að velja þá leikmenn sem ykkur þykir skara fram úr. 

Í þriðja sæti var Þjóðverjinn Emre Can. Hann skoraði fyrsta markið á valdatíð Jürgen Klopp. Emre hefur enn ekki alveg náð að festa sig í einhverri einni stöðu og er nokkuð mistækur en flestir eru sammála um að mikið búi í honum. 


Mamadou Sakho 55%

Einhver annar 12%

Emre Can 10%

Christian Bentekem 9%

Simon Mignolet 9%

Adam Lallana 5%

Greidd og gild atkvæði voru 412.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan