| Heimir Eyvindarson

Liverpool Masters unnu Manchester United Masters

Goðsagnir fyrri tíma mættust í Singapore í morgun, þegar Liverpool Masters mættu Manchester United Masters. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Liverpool og mörkin komu frá Luis Garcia og Didi Hamann. 

30.000 manns voru mættir á þjóðarleikvanginn í Singapúr til að sjá gömlu kempurnar etja kappi.

Liverpool komst yfir eftir 16 mínútna leik þegar Luis Garcia skoraði eftir góða sendingu frá Vladimir Smicer. Á 71. mínútu innsiglaði Dietmar Hamann síðan sigur Liverpool með marki úr langskoti. 

Byrjunarlið Liverpool var skipað þeim Jerzy Dudek, Bjørn Tore Kvarme, Steve Harkness, Phil Babb, Jan Kromkamp, Vladimir Smicer, Patrick Berger, Steve McManaman, Robbie Fowler, Luis Garcia og Ian Rush. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan