| Heimir Eyvindarson

BBC með frétt um ráðningu Klopp

Rétt í þessu birtist frétt á BBC þess efnis að Liverpool eigi í viðræðum við Jurgen Klopp um að taka að sér starf knattspyrnustjóra Liverpool.

Það er Ben Smith sem skrifar fréttina og þar er sagt að Liverpool hafi sett sig í samband við Klopp og hann sé tilbúinn í viðræður.

Þá fylgir það einnig fréttinni að Klopp hafi ráðfært sig við Dietmar Hamann landa sinn og fyrrum leikmann Liverpool, um félagið og borgina. Það kann að renna stoðum undir sögusagnir sem hafa verið í gangi fram eftir degi um það að Hamann verði í þjálfaraliði Klopp hjá Liverpool.

Í frétt BBC er einnig vitnað í Stefan Effenberg fyrrum landsliðsmann Þýskalands, en hann og Klopp eru nánir vinir. Effenberg segir að Klopp hafi talað um að hann væri tilbúinn til að taka við liði sem væri ekki á allra hæsta level, en hefði metnaðinn og löngunina til að komast þangað. Það gæti svo sannarlega verið Liverpool.

Auðvitað er ekki gott að segja hvað hæft er í þessum fréttum. Kannski er ekkert til í því að Klopp verði næsti stjóri, en margir hallast að því að hann verði það og það er alls ekki ólíklegt að það sé nú þegar búið að ganga frá ráðningunni og nú sé að fara í gang smá ,,leikrit" í kringum ráðningarferlið.







 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan