| Sf. Gutt

Brendan Rodgers víkur!


Nú rétt í þessu var tilkynnt að Brendan Rodgers hafi verið vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Liverpool Football Club. Samningi hans við félagið hefur verið rift og hann mun víkja tafarlaust úr starfi. Tilkynning frá eigendum félagsins staðfestir þetta! 

,,Okkur langar að þakka Brendan Rodgers innilega fyrir allt það mikla starf sem hann innti að hendi fyrir félagið og eins lýsum við þakklæti okkar fyrir hversu hart hann hefur lagt að sér og þá miklu staðfestu sem hann hefur sýnt."

,,Við eigum öll dásamlegar minningar frá því Brendan var framkvæmdastjóri og við höfum fulla trú á að hann eigi eftir að eiga langan feril í íþróttinni. Þó svo að þetta hafi verið erfið ákvörðun þá teljum við að hún gefi okkur bestu möguleika okkar til velgengni inni á vellinum. Metnaður og sigursæld er það sem við viljum færa Liverpool og við trúum því að þessi breyting færi okkur besta tækifærið á því. Leit að nýjum framkvæmdastjóra er hafin og við vonumst til að geta ráðið af festu og tímanlega í stöðuna."


Brendan Rodgers tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool 1. júní 2012. Hann var arftaki Kenny Dalglish sem var látinn fara í maí. Norður Írinn kom frá Swansea City sem hann kom upp í efstu deild ári áður. 

Brendan Rodgers stýrði Liverpool í síðasta skipti á Goodison Park í dag þegar Liverpool og Everton gerðu 1:1 jafntefli. Nú er það auðvelda búið en eigendum Liverpool F.C. bíður það erfiða verkefni að ráða framkvæmdastjóra sem getur uppfyllt væntingar okkar stuðningsmanna félagsins. Það verður ekkert áhlaupaverk!




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan