| Sf. Gutt

Mikilvægasti leikurinn á valdatíð Brendan!

Mark Lawrenson, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að grannaslagurinn við Everton í dag sé mikilvægasti leikurinn á valdatíð Brendan Rodgers. Hann segir að mikil pressa hafi verið á Brendan í hálft ár og nú sé svo komið að ekkert megi út af bera.

Norður Írinn fékk starfsleyfi áfram í vor en byrjunin á þessari leiktíð hefur ekki verið nógu góð að mati stuðningsmanna Liverpool. Everton er nú einu stigi á undan Liverpool og tap þýddi að liðið yrði fjórum stigum á undan þegar landsleikjahlé fer í hönd. Mark hafði meðal annars þetta að segja í pistli sínum í Liverpool Echo.

,,Hvorki úrslit eða frammistaða í leikjum hafa létt álaginu á honum. Fólk setur stöðuna upp þannig að allt sé í voða en Brendan hefur bent á þá staðreynd að það eru bara fimm stig í toppinn og svo eru bara tvö stig í Meistaradeildarsæti. En svo má taka aðra þætti með í reikninginn til dæmis hversu háum upphæðum hefur verið eytt í liðið og ekki síst í sumar."

,,Ef Everton vinnur í dag og fer fjórum stigum fram úr Liverpool þá verður kannski ekki neyðarástand en pressan á framkvæmdastjórann mun halda áfram að aukast. Ekki síst þar sem landsleikjahlé fer í hönd og það verða tvær vikur til að velta sér upp úr úrslitunum. Ég las einhvers staðar núna í vikunni að ég teldi að Rodgers væri við að vera vikið úr starfi. Það hef ég aldrei sagt en ég hef bent á að hann er undir gríðarlegri pressu."

Liverpool hefur ekki unnið á Goodson Park frá því Brendan Rodgers tók við Liverpool. Liðið hefur reyndar aldrei tapað en öllum leikjunum hefur lokið með jafntefli. Síðasti útisigur Liverpool gegn Everton var undir stjórn Kenny Dalglish á leiktíðinni 2011/12. Andy Carroll og Luis Suarez skoruðu þá mörkin. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan