| Sf. Gutt

Fleiri ungliðar lánaðir

Liverpool heldur áfram að lána ungliða. Tveir hafa verið lánaðir núna síðustu dagana og kannski verða fleiri sendir á lán áður en lokað verður fyrir félagaskipti.

Norður Írinn Ryan McLaughlin, sem er hér á mynd, hefur verið lánaður til Aberdeen fram í janúar. Þar mun hann spila með félaga sínum Danny Ward. Ryan, sem oftast spilar sem bakvörður, hefur enn ekki spilað með aðalliði Liverpool en hefur samt leikið með landsliði Norður Írlands. Aberdeen hefur byrjað skosku deildina eins og best verður á kosið með því að vinna fyrstu fimm leikina. Danny hefur staðið í marki liðsins.

Bakvörðurinn Joe Maguire var lánaður til Leyton Orient sem spilar í fjórðu efstu deild. Um stutt lán er að ræða eða einn mánuð. Joe spilaði nokkra leiki með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og þótti standa sig með sóma. 

Liverpool hefur nú lánað 10 ungliða ef rétt er vitað og það er því ekki að undra að lítið gangi hjá undir 21. árs liðinu sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni. En piltarnir fá vonandi góða reynslu sem mun efla þá. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan